Snorri Sveinn Friðriksson fæddist 1. desember 1934 á Sauðárkróki. Foreldrar hans voru Fjóla Jónsdóttir, f. 1897, d. 1981, og Friðrik Júlíusson, f. 1895, d. 1970. Snorri lauk iðnskólaprófi frá Iðnskóla Sauðárkróks 1951 og myndlistarprófi frá…

Snorri Sveinn Friðriksson fæddist 1. desember 1934 á Sauðárkróki. Foreldrar hans voru Fjóla Jónsdóttir, f. 1897, d. 1981, og Friðrik Júlíusson, f. 1895, d. 1970.

Snorri lauk iðnskólaprófi frá Iðnskóla Sauðárkróks 1951 og myndlistarprófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1958 og frá Konstfackskolan í Stokkhólmi 1961.

Hann starfaði sem útlitsteiknari hjá Vikunni 1962-1969. Frá 1969 starfaði hann við leikmyndadeild Ríkissjónvarpsins og veitti deildinni forstöðu frá 1977.

Snorri hélt áfram að hanna útlit tímarita á borð við rit Guðspekifélags Íslands, Ganglera. Jafnframt hélt hann myndlistarsýningar og myndskreytti fjölda bóka, þ. á m. smásögur Laxness um Jón í Brauðhúsum og Söguna af brauðinu dýra.

...