Hjörtur Gíslason
Ýmsir stjórnmálaflokkar hafa lýst yfir vilja sínum fyrir komandi kosningar til að brjóta upp besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi, kvótakerfið, eða ganga enn lengra í innheimtu auðlindagjalds, en þegar er. Það eru kynntar nokkrar leiðir eins og tafarlaus innköllun fiskveiðiheimilda og endurúthlutun, árleg innköllun hluta veiðiréttar sem verði síðan boðinn upp á almennum markaði, eins konar úrelding, innganga í Evrópusambandið. Það væri gott ef flokkarnir kynntu betur áform sín með íslenskan sjávarútveg á ábyrgan hátt.
Allar þessar leiðir eru ófærar. Tafarlaus innköllun rústar útveginum strax og algjörlega óljóst er hvernig standa eigi að endurúthlutun. Þá er ljóst að innköllun veiðiheimilda hlýtur að leiða til skaðabótaskyldu hins opinbera, þar sem megnið af aflahlutdeildum hefur gengið kaupum og sölum eftir upphaflega
...