Jíhadistar og bandamenn þeirra sem studdir eru af Tyrklandi náðu að sýrlensku borginni Aleppo í gær, í leiftursókn sinni gegn stjórn landsins sem nýtur stuðnings stjórnvalda Írans og Rússlands. Ein mannskæðustu átök síðustu ára eiga sér nú stað í…
Jíhadistar og bandamenn þeirra sem studdir eru af Tyrklandi náðu að sýrlensku borginni Aleppo í gær, í leiftursókn sinni gegn stjórn landsins sem nýtur stuðnings stjórnvalda Írans og Rússlands.
Ein mannskæðustu átök síðustu ára eiga sér nú stað í landinu og er talið að tæplega þrjú hundruð hafi þegar látið lífið, þar á meðal 28 borgarar sem flestir létust af völdum loftárása Rússa.
Sóknin hófst á miðvikudag, sama dag og viðkvæmt vopnahlé tók gildi í nágrannaríkinu Líbanon á milli Ísraels og hryðjuverkasamtakanna Hisbollah, sem einnig eru studd af klerkastjórninni í Íran.
Uppreisnarmennirnir höfðu í gær náð á sitt vald fleiri en 50 bæjum og þorpum í norðurhluta landsins.
Hefur ríkisstjórnin ekki misst jafn mikið land úr sínum greipum í nokkur
...