Undirritun F.v.: Lejla frá Landsvirkjun, Jón hjá Fossvélum, Kristín aðstoðarforstj. Landsvirkjunar og Ólöf Rós verkefnastj. Hvammsvirkjunar.
Undirritun F.v.: Lejla frá Landsvirkjun, Jón hjá Fossvélum, Kristín aðstoðarforstj. Landsvirkjunar og Ólöf Rós verkefnastj. Hvammsvirkjunar.

Fulltrúar Landsvirkjunar og Fossvéla ehf. á Selfossi hafa samið um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar. Fossvélar munu leggja 3 km langan veg að væntanlegu stöðvarhúsi og búa plan undir vinnubúðir. Efnið til vegagerðarinnar verður sótt í frárennslisskurð væntanlegs orkuvers.

Í þessum verkum felst upphaf eiginlegra virkjunarframkvæmda á svæðinu en öll leyfi voru í höfn í lok október. Alls bárust 6 tilboð í verkið og áttu Fossvélar lægsta tilboðið sem hljóðaði upp á 1,2 milljarða kr. sem var ¾ af kostnaðaráætlun.

Loks felst svo í samningi að hefja framkvæmdir við gerð fiskistiga eða seiðafleytu, sem mun greiða för göngufisks milli Hagalóns í Þjórsár og árfarvegar neðan stíflu. Fossvélar fara nú í desember við verkið og eiga að ljúka því eftir ár. sbs@mbl.is