Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í Morgunblaðinu í gær að kostnaður við endurnýjun og lagfæringar á húsnæði Seðlabankans hefði verið í samræmi við tilboð og að ekki væri um framúrkeyrslu að ræða eins og greint var frá í Morgunblaðinu í fyrradag.

Tafla yfir kostnaðinn birtist með svari Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á Alþingi við fyrirspurn frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmanni Flokks fólksins, um kostnað við endurbætur og stækkun á húsnæði Seðlabanka Íslands á Kalkofnsvegi 1 og var hún meðal annars til grundvallar frétt Morgunblaðsins.

Samkvæmt töflunni er munurinn á kostnaðaráætlun og uppgefnum raunkostnaði í heild krónur 448.665.098. Munurinn á kostnaðráætlun og tilboðum í verkin er krónur 332.985.611. Munurinn á tilboðsverðum og raunkostnaði er krónur

...