Samfylkingin á erindi við þig, kjósandi góður. Í dag hefur þú valdið til að nýta lýðræðisleg réttindi þín til að breyta Íslandi til hins betra. Nú er sögulegt tækifæri til að kjósa nýja ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. En það er nauðsynlegt að sýna varúð til hægri.
Undir forystu Kristrúnar Frostadóttur hefur Samfylkingin kynnt þrjú veigamikil útspil í kosningabaráttunni. Stefnumál og markmið sem við höfum sett okkur í þéttu samráði við fólkið í landinu og málefnastarfi innan flokksins. Við lofum ekki töfralausnum og erum alveg heiðarleg með að við þurfum tvö kjörtímabil til að marka Íslandi nýja og betri framtíð.
Samfylkingin ætlar að setja heilbrigðisþjónustu og málefni aldraðra í hæsta forgang með því að taka örugg skref að betra og öruggara aðgengi að heilbrigðiskerfinu og vinna upp halann sem myndast hefur
...