Ýsa Útflutningsverðmæti var 28 milljarðar á fyrstu 10 mánuðum.
Ýsa Útflutningsverðmæti var 28 milljarðar á fyrstu 10 mánuðum. — Morgunblaðið/Ómar Óskarsson

Útflutningsverðmæti ýsu var 28 milljarðar króna á fyrstu tíu mánuðum ársins og þar mun vera um mikla aukningu að ræða en um þetta er fjallað í Radarnum á vef Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS.

Þar segir að aukningin á milli ára nemi um 22% ef miðað er við fast gengi. Út frá sömu mælikvörðum sé 4% aukning í útflutningsverðmæti þorsks en 7% samdráttur í karfa og 2% samdráttur í ufsa.

Ýsukvótinn jókst á milli ára en samkvæmt því sem fram kemur hjá SFS er það ekki eina skýringin. Töluverð breyting hafi orðið í samsetningu ýsuafurða í útflutningi þar sem ferskar afurðir hafi orðið stöðugt fyrirferðarmeiri með hverju árinu. Slík afurðavinnsla krefjist hátæknibúnaðar en með henni fáist mun meiri verðmæti fyrir hvert kíló sem dregið sé úr sjó, enda séu ferskar afurðir mun verðmætari en aðrar afurðir.

Stærstu viðskiptalönd Íslendinga með ýsuafurðir eru og hafa verið Bretland og Bandaríkin. Frakkland kemur þar á eftir og að sögn SFS hafa Íslendingar verið í

...