Ísland vann sögulegan sigur gegn Úkraínu, 27:24, í annarri umferð F-riðils EM 2024 í handknattleik kvenna í Innsbruck í Austurríki í gærkvöld. Er um fyrsta sigur íslenska kvennalandsliðsins á Evrópumóti frá upphafi að ræða
Ánægðar Perla Ruth Albertsdóttir, Andrea Jacobsen og Rut Jónsdóttir fagna sigrinum á Úkraínu í gærkvöld.
Ánægðar Perla Ruth Albertsdóttir, Andrea Jacobsen og Rut Jónsdóttir fagna sigrinum á Úkraínu í gærkvöld. — Ljósmynd/Jon Forberg

Í Innsbruck

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Ísland vann sögulegan sigur gegn Úkraínu, 27:24, í annarri umferð F-riðils EM 2024 í handknattleik kvenna í Innsbruck í Austurríki í gærkvöld. Er um fyrsta sigur íslenska kvennalandsliðsins á Evrópumóti frá upphafi að ræða.

Íslandi hafði fyrir sigurinn í gærkvöld ekki tekist að vinna sér inn stig í lokakeppni Evrópumóts, en liðið tekur nú þátt á því í þriðja sinn. Ísland er í þriðja sæti riðilsins með tvö stig, jafnmörg og Þýskaland sæti ofar, og mætast liðin í hreinum úrslitaleik annað kvöld um hvort þeirra fylgir Hollandi upp úr F-riðli og í milliriðil í Vín.

...