Helga Pálína Ebenezersdóttir fæddist á Bolungarvík 1. desember 1923 og ólst þar upp. Hún átti því 101 árs afmæli í gær. „Barnæskan var góð og á ég yndislegar minningar frá Bolungarvík,“ segir Helga.
Þegar Helga var rétt að verða tvítug fór hún til Reykjavíkur og hóf störf í fataversluninni Kjólnum á Þingholtsstræti. Á þessum tíma kynntist hún Pétri Kristjáni Bjarnasyni sem var að ljúka námi við Stýrimannaskólann í Reykjavík. Pétur var einnig að vestan, nánar tiltekið Hnífsdal. Þau giftu sig og hófu búskap í Brunngötu á Ísafirði þar sem frumburður þeirra, Ebba Guðmunda, fæddist.
Síðar kaupa þau reisulegt hús við Silfurgötu 2 af afkomendum Karls Olgeirssonar, en húsið hafði verið kallað Karlshús. Rekin hafði verið vefnaðarvöruverslun á neðri hæð hússins og hélt Helga rekstri áfram undir nafninu Verslun Helgu Ebenezersdóttur þar sem hún
...