„Fornsagan sem þetta allt byggist á er skemmtileg og sjónræn og slíkt hefur gert þetta verkefni mjög áhugavert,“ segir Jóhanna Erla Pálmadóttir á Akri í Austur-Húnavatnssýslu. Að hennar frumkvæði var árið 2011 byrjað að draga refilspor í hördúk þar sem myndefnið er sótt í Vatnsdælu
Listaverk Jóhanna Erla hér við listaverkið með börnum sínum tveimur; þeim Helgu og Pálma Gunnarsbörnum.
Listaverk Jóhanna Erla hér við listaverkið með börnum sínum tveimur; þeim Helgu og Pálma Gunnarsbörnum. — Ljósmynd/Jón Pálmason

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Fornsagan sem þetta allt byggist á er skemmtileg og sjónræn og slíkt hefur gert þetta verkefni mjög áhugavert,“ segir Jóhanna Erla Pálmadóttir á Akri í Austur-Húnavatnssýslu. Að hennar frumkvæði var árið 2011 byrjað að draga refilspor í hördúk þar sem myndefnið er sótt í Vatnsdælu. Sú segir frá Ingimundi gamla og Vigdísi konu hans, sem voru landnemar í Húnaþingi í kringum árið 870; þá að svara kalli forlaganna. Af því öllu varð heilmikið ævintýri sem skráð var á skinn og því varðveittust heimildir um líf þeirra, forfeðra og afkomenda.

Jóhanna Erla nam textílfræði í Danmörku og í tímans rás hefur handverk verið hennar hálfa líf. Hún lærði um – og sá síðar – hinn fræga Bayeux-refil í Normandí í Frakklandi. Sá er á skrá UNESCO um heimsminjar; er 70

...