Ódýrt Verslun í BNA auglýsir útsölutilboð. Vertíðin fer vel af stað.
Ódýrt Verslun í BNA auglýsir útsölutilboð. Vertíðin fer vel af stað. — AFP/David Dee Delgado

Árleg mæling Adobe Analytics bendir til þess að á svörtum föstudegi þetta árið hafi Bandaríkjamenn verslað hjá seljendum á netinu fyrir 10,8 milljarða dala. Þýðir þetta að umfang netverslunar vestanhafs á þessum vinsæla útsöludegi jókst að nafnvirði um 10,2% á milli ára.

Til samanburðar seldu bandarískar netverslanir fyrir 9,8 milljarða dala á svörtum föstudegi í fyrra og fyrir 9,1 milljarð árið þar á undan. Hugbúnaðarfyrirtækið Salesforce fullyrðir að netverslun hafi verið enn meiri en með því að greina umferð um fjölda vefverslana áætlar félagið að bandarískir neytendur hafi verslað fyrir 17,5 milljarða dala. Salesforce segir mest hafa selst af raftækjum og húsgögnum.

Gögn Adobe benda hins vegar til að mest hafi selst af förðunar-, húð- og hárvörum en einnig mátti greina líflega verslun með blátannarhátalara

...