Björn Sk. Ingólfsson
Mikið er skrifað um hversu léleg þjónusta heilsugæslunnar sé í samfélagi okkar; það sé ekki hægt að fá tíma fyrr en eftir margar vikur og aldrei sé laust þegar fólk þurfi á þjónustunni að halda. Fjölmiðlar tala við fólk sem segist aldrei komast að og þegar það kemst loks að þá er þjónustan alveg glötuð og ekki hægt að finna neinar lausnir handa þeim sem leita til heilsugæslunnar. Það er endalaust verið að ausa heilsugæsluna svívirðingum og gefa í skyn að það sé af ásettu ráði sem veitt er léleg þjónusta. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður sem við, þegnar þessa lands, leitum til þegar vandamál koma upp, hvort sem er vegna veikinda, minni meiðsla eða andlegrar heilsu. Það er hennar hlutverk að taka á móti okkur og leiða okkur áfram, hvort sem er í sérfræðiþjónustu eða leysa vandamálið á staðnum.
Því sem vel er gert ber
...