Stjarnan er á ný við hlið Tindastóls á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir yfirburðasigur gegn Þór frá Þorlákshöfn, 124:82, í Garðabæ á laugardaginn. Stjarnan hefur unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum. Orri Gunnarsson skoraði 26 stig fyrir Stjörnuna, Jase Febres 22, Hilmar Smári Henningsson 20 og Bjarni Guðmann Jónsson 16. Þá var Ægir Þór Steinarsson með 12 stoðsendingar og 12 stig. Marreon Jackson skoraði 25 stig fyrir Þór og Jordan Semple var með 14 stig og 11 fráköst.