Bergþór Ólason
Bergþór Ólason

Margt áhugavert kom upp úr kjörkössunum um helgina. Vinstrið kom heldur krambúlerað út úr kosningunum. Vinstri grænir og Píratar fara í hvíldarinnlögn. Sósíalistarnir komust ekki inn, en munu að vísu njóta verulegra tekna úr ríkissjóði næstu fjögur árin að óbreyttum lögum. Framsóknarflokkurinn missti 55% stuðningsmanna sinna á milli kosninga og obbann af forystu sinni fyrir borð.

Taparar kosninganna eru vinstrið sem annaðhvort lenti utan þings, þeir hörðustu, eða úti í mýri eins og Framsókn eftir skarpa vinstri beygju.

Af ellefu flokkum sem buðu fram á landsvísu náðu fimm ekki manni inn á þing. Þá eru eftir sex.

Fyrir okkur í Miðflokknum var ánægjulegt að vera sá flokkur sem mest bætti við sig á milli kosninga, en hlutfallsaukningin var 122%. Samfylkingin var þar aðeins á eftir en hún bætti við sig 109%

...

Höfundur: Bergþór Ólason