Bændur! Nú er það ykkar að ganga að veisluborði með miklum sæðingum í desember með þessum ARR-hrútum og lýsa yfir útrýmingu riðuveikinnar á árinu 2026.
Jón Viðar Jónmundsson
Jón Viðar Jónmundsson

Jón Viðar Jónmundsson

Frá því að útrýming á riðuveiki í sauðfé hér á landi með ARR-geninu hófst hjá fjárbændum 2022 eftir fund þess á Þernunesi hef ég sent þeim hvatningarleiðbeiningar hér í blaðinu þegar mér sýnist full ástæða til. Sjálfum hefði mér þótt rökréttara að þetta birtist í Bændablaðinu en ritstjóri þess og stjórn BÍ tileinka sér vinnuaðferðir Rússa og settu mig þar í ritbann. Þess vegna verð ég að velja þann kostinn að leita til þeirra, sem lengi hafa fordæmt þannig vinnubrögð.

Þær aðferðir sem flestir ykkar hafa valið eru þær einu réttu og í hrópandi mótsögn við stefnu stjórnvalda. Þessu skerpi ég frekar á hér á eftir.

Markmið

Endurtökum markmiðið. Það er einfalt. Haustið 2026 á aðeins að setja á lambhrúta hjá íslensku fé sem eru arfhreinir ARR. Þetta eruð þið

...