Eldgos Nýjasta eldgosið hófst seint að kvöldi miðvikudags 20. nóvember.
Eldgos Nýjasta eldgosið hófst seint að kvöldi miðvikudags 20. nóvember. — Morgunblaðið/Eggert

Gasmeng­un af völdum brennisteinstvísýrings var í gær enn yfir heilsu­vernd­ar­mörk­um á gasmæli á Húsa­felli, aust­an Grind­avík­ur.

Gasmeng­un frá eld­gos­inu í Sundhnúkagígaröðinni barst til suðurs og suðsuðvest­urs í gær, meðal annars yfir Grinda­vík.

Eld­gosið held­ur áfram með svipuðu móti og und­an­farna daga og lít­il breyt­ing er á óróa­gögn­um að mati Veðurstofunnar en hraun flæðir áfram til suðaust­urs frá nyrsta gígn­um, að Sand­hóli og Fagra­dals­fjalli.

Elísa­bet Pálma­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur Veður­stofu Íslands, tjáði mbl.is um helgina að engin sérstök merki væru um aukna eða dvínandi gosvirkni.