„Tilfinningin er ótrúlega góð. Ég er glöð og stolt af liðinu. Ég er þakklát fyrir að vera hérna. Þetta var markmiðið, að ná í sigur, og við erum ótrúlega ánægðar með okkur,“ sagði Sunna Jónsdóttir, fyrirliði Íslands, við Morgunblaðið…
„Tilfinningin er ótrúlega góð. Ég er glöð og stolt af liðinu. Ég er þakklát fyrir að vera hérna. Þetta var markmiðið, að ná í sigur, og við erum ótrúlega ánægðar með okkur,“ sagði Sunna Jónsdóttir, fyrirliði Íslands, við Morgunblaðið eftir sögulegan sigur á Úkraínu á EM 2024 í handknattleik í gærkvöld, 27:24.
„Ég er svo ótrúlega stolt af okkur að hafa haldið haus, brotnað ekki, haldið áfram og klárað þetta með sigri. Það er mjög stórt fyrir okkur,“ sagði Sunna. Hún kveðst spennt fyrir því að Ísland eigi nú hreinan úrslitaleik gegn Þýskalandi annað kvöld um að komast upp úr F-riðli og í milliriðil.
...