Ingibjörg Gísladóttir
Allar götur frá því að PLO var stofnað 1964 til að frelsa Palestínu undan yfirráðum gyðinga (Jórdanar réðu þá Vesturbakkanum og Austur-Jerúsalem og Egyptar Gasa) hefur staða Palestínumanna verið vinstripressunni mjög hugleikin og flótti 700-750.000 araba frá heimilum sínum 1948, er fimm nágrannaríki réðust á hið nýstofnaða Ísrael og gyðingar (flóttamenn frá löndum múslima) komu í þeirra stað, mörgum sem persónulegur harmleikur.
Samt er það stöðugt að gerast í heiminum að fólk þurfi að yfirgefa heimili sín, nú síðast er Aserar flæmdu nær alla íbúa Nagorno Karabak frá svæði þar sem þeir höfðu búið í þúsundir ára.
Trúlega er það helst tryggð við hugsjónir kommúnismans sem veldur, en það var jú Sovétið sem kom Arafat til valda, en einnig gæti það að litið sé á Ísrael (og BNA)
...