Sigríður Guðmundsdóttir fæddist á Núpi í Fljótshlíð 14. júní 1935. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 17. nóvember 2024.

Foreldrar hennar voru Katrín Jónasdóttir húsfreyja á Núpi, f. 1.2. 1896, d. 6.10. 1983, og Guðmundur Guðmundsson bóndi á Núpi, f. 5.10. 1883, d. 11.4. 1970.

Sigríður, eða Sigga eins og hún var ávallt kölluð, ólst upp í hópi ellefu systkina, í aldursröð: Guðmunda Þuríður, f. 29.4. 1923, d. 2011; Ragnheiður, f. 15.6. 1924, d. 2019; Matthildur, f. 1.11. 1925, d. 2002; Kristín, f. 18.2. 1927, d. 2023; Jónas, f. 4.6. 1928, d. 2004; Sigurður, f. 26.5. 1930, d. 2012; Sigursteinn, f. 30.6. 1931, d. 2003; Unnur, f. 10.7. 1935, d. 2015; Auður, f. 25.7. 1936, d. 2018; Högni, f. 30.6. 1938.

Hún gekk í barnaskóla og einnig stundaði hún nám við Húsmæðraskólann

...