Síðustu hádegistónleikar ársins í Hafnarborg fara fram á morgun, þriðjudaginn 3. desember, kl. 12 en að þessu sinni verður Íris Björk Gunnarsdóttir sópran gestur Antoníu Hevesi, píanóleikara og listræns stjórnanda tónleikaraðarinnar. Segir í tilkynningu að þar muni þær Íris Björk og Antonía bjóða upp á efnisskrá undir yfirskriftinni Jólaaríur, þar sem þær muni flytja tónsmíðar eftir Gounod, Puccini, Verdi og Catalani. Tónleikarnir standa yfir í um hálftíma og er aðgangur ókeypis.