Lög um fjármál stjórnmálaflokkanna eru um margt gölluð. Eitt skýrasta dæmið þar um, eftir kosningar helgarinnar, er að á næsta kjörtímabili verða tveir stjórnmálaflokkar, sem kjósendur vildu ekki hleypa inn á Alþingi, á framfæri skattgreiðenda. Báðir hafa að vísu verið það áður, en Píratar þó vegna þess að þeir fengu þingmenn kjörna. Þeir munu á því kjörtímabili sem er nýhafið fá tugi milljóna í framlög, með aðeins 3% fylgi.
Sósíalistaflokkurinn er enn meira sláandi dæmi um þessa sóun á skattfé. Flokkurinn er allt síðasta kjörtímabil búinn að fá um 25 milljónir króna á ári úr ríkissjóði fyrir að hafa boðið fram og þrátt fyrir að hafa ekki fengið stuðning kjósenda til að fá þingsæti. Í kosningunum 2021 fékk flokkurinn 4,1% og nú fékk hann 4,0% og má því að óbreyttu búast við um 100 milljónum króna frá skattgreiðendum á kjörtímabilinu. Allar líkur eru á að forsprakkar flokksins haldi uppteknum hætti og bjóði fram áfram til að komast á jötuna þó að vonir um þingsæti séu
...