Víkingar hafa krækt í tvo leikmenn frá bikarmeisturum KA fyrir næsta keppnistímabil í fótboltanum. Miðjumaðurinn Daníel Hafsteinsson og kantmaðurinn Sveinn Margeir Hauksson hafa báðir samið við Víkinga um að spila með þeim næstu árin. Sveinn mun þó aðeins leika hluta tímabilsins þar sem hann stundar nám í Bandaríkjunum. Daníel samdi til næstu þriggja ára og Sveinn til fjögurra ára.