Kristín Friðriks Hermundardóttir fæddist á Akureyri 23. desember 1930. Hún lést 7. nóvember 2024 á hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut.

Foreldrar hennar voru Hermundur Jóhannesson, f. á Nolli, Grýtubakkahreppi, S-Þingeyjarsýslu 6. ágúst 1879, og Guðrún Halldóra Guðmundsdóttir, f. 19. apríl 1891 á Hafrafelli, Eyrarhreppi í Skutulsfirði, sem núna er nánast innan bæjarmarka Ísafjarðar.

Kristín var yngst fjögurra systkina. Eldri voru Guðmunda Helga Kristbjörg, f. 6. júlí 1923, síðan kom Jóhannes Gunnar, f. 6. mars 1925, þá alnafna Kristínar, f. 15. mars 1928, d. 16. mars 1931.

Kristín giftist 24. febrúar 1957 Guðmundi Kristjáni Kjartanssyni, f. á Ísafirði 20. febrúar 1931. Þau eignuðust fjóra syni en þeir eru: 1) Kjartan Rósinkranz, f. 13. ágúst 1957, eiginkona Jóhanna Jóhannsdóttir, f. 25.

...