Karl Arnar Arnarson
Fyrirsögn þessarar greinar vísar til vinsælla sjónvarpsþátta sem þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur muna sjálfsagt eftir. Þar var í aðalhlutverki ráðherra sem tók oft útlitið fram yfir innihaldið. Sá sem þetta skrifar tilheyrir starfsstétt sjálfstæðra atvinnurekenda og stýrir fyrirtækinu Loftmyndum ehf. sem hefur undanfarin 35 ár tekið loftmyndir af Íslandi og unnið upp úr þeim landupplýsingagögn til nota fyrir íslenskt samfélag. Sú vinna skilaði af sér fyrsta og eina landsþekjandi kortagrunninum sem gerður hefur verið af Íslendingum sjálfum. Allir geta skoðað þessi gögn á vefnum okkar www.map.is. Opinberir aðilar, orkufyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar nota síðan gögnin til sinna verkefna. Þessi vinna var unnin án þess að ríkissjóður eða opinberir sjóðir legðu í verkið eina krónu og þar er Ísland í öfundsverðri stöðu því víða annars staðar setja ríki háar fjárupphæðir
...