Sjö Eyjamaðurinn Daniel Vieira skýtur að marki Valsmanna.
Sjö Eyjamaðurinn Daniel Vieira skýtur að marki Valsmanna. — Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Eyjamenn löguðu verulega stöðu sína í úrvalsdeild karla í handbolta á laugardaginn með sannfærandi heimasigri á Valsmönnum, 34:28, eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 18:17. Eyjamenn eru sjöttu en nú aðeins sex stigum frá toppnum. Gauti Gunnarsson skoraði 8 mörk fyrir ÍBV, Daniel Vieira sjö og Sveinn José Rivera og Sigtryggur Daði Rúnarsson sex hvor. Úlfar Páll Monsi Þórðarson átti magnaðan leik með Valsmönnum og skoraði 16 mörk en það dugði ekki til.