Elín Ólöf Guðmannsdóttir fæddist í Keflavík 28. júlí 1934. Hún lést 26. október 2024.
Foreldrar hennar voru Guðmann Guðmundsson, f. 1891, d. 1951, og Ólafía Ólafsdóttir, f. 1893, d. 1976. Elín átti einn hálfbróður sammæðra Svein Vilbergsson, f. 1920, d. 1991. Systur hennar voru Sigríður Guðmannsdóttur, f. 1932, d. 2014, og Ólafía Björg Guðmannsdóttir, f. 1933, d. 2000.
Elín bjó alla sína tíð í Keflavík. Foreldrar hennar byggðu hús að Vatnsnesvegi 20 og þar ólst Elín upp með systrum sínum og foreldrum. Faðir hennar lést 1951 í flugslysi þegar Glófaxi hrapaði á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Þá byrjuðu systurnar ungar að vinna fyrir sér til að aðstoða við heimilishaldið. Elín vann við ýmis störf hjá Pósti og síma, Sjúkrasamlaginu en lengst af vann hún á skrifstofu Varnaliðsins á Keflavíkurflugvelli og hætti þar
...