Hugmyndir um að nýta lífeyriskerfið í stórauknum mæli til að fjármagna samfélagið byggjast á því að þeim sem borga í lífeyrissjóðina fjölgi. Ef fjölgunin byggist aðallega á aðfluttu vinnuafli skapar það fleiri vandamál en það leysir.
Sumir stjórnmálamenn virðast vilja auka þörfina fyrir innflutt vinnuafl með því að byggja óþarfa virkjanir til að selja erlendum auðhringum aðstöðu, sem kallar á aukna þörf fyrir húsnæði sem aðflutt vinnuafl byggir. Þessi vítahringur er stórhættuleg ofþensla sem á eftir að springa í andlitið á þjóðinni eins og fyrri ofþenslublöðrur. Ég er alfarið á móti þessu.
Við þurfum hagsæld sem er byggð á sjálfbærni og stöðugleika. Ekki fleiri bólur og efnahagshrun.
Ásgeir Rúnar Helgason