— Colourbox/AFP

Eyrún Ida átti erfitt með að halda aftur af gleðitárunum þegar hún var dregin út sem vinningshafi í tónleikaleik K100 og Tango Travel. Hún vann tvo miða á „Jingle Bell Ball“ í London 7. desember þar sem stórstjörnur á borð við Coldplay, Ella Henderson, Clean Bandit og fleiri koma fram.

Eyrún ætlar að taka mann sinn, Marínó, með í ferðina og fljúga þau með Play til London á föstudag. Hún var í sjokki yfir vinningnum og sagðist gráta af gleði þegar hún heyrði í þáttastjórnendum Ísland vaknar.

Nánar á K100.is.