Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Fjórir hið minnsta týndu lífinu og tugir eru særðir eftir leifturárás uppreisnarsveita Hayat Tahrir al-Sham á Aleppo í Sýrlandi en borgin er að mestu leyti fallin í hendur uppreisnarmannanna eftir árásir sem hófust um miðja síðustu viku sem komu sýrlenska stjórnarhernum algjörlega í opna skjöldu og fékk hann varla rönd við reist.
Á föstudag sprengdu árásarsveitirnar tvær bílsprengjur í borginni en áður hafði tyrkneska fréttastofan Anadolu greint frá því að sveitir uppreisnarmanna hefðu ráðist inn í borgina auk þess sem þeir náðu flugvelli hennar á sitt vald án teljandi mótspyrnu.
Sýrlenski herinn lét þau boð út ganga á föstudaginn að hann hefði hrundið stórsókn að borginni og sagði í tilkynningu að hermenn hans hefðu hrifsað stjórn
...