Miðað við þær spár sem fyrir lágu rættist merkilega vel úr veðri á kjördag og hvergi kom til verulegra vandræða. Sýnt þótti að staðan gæti orðið tvísýn á Austurlandi, en með samstilltu átaki var leiðum haldið opnum og vegir ruddir þannig að fólk kæmist á kjörstað
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Miðað við þær spár sem fyrir lágu rættist merkilega vel úr veðri á kjördag og hvergi kom til verulegra vandræða. Sýnt þótti að staðan gæti orðið tvísýn á Austurlandi, en með samstilltu átaki var leiðum haldið opnum og vegir ruddir þannig að fólk kæmist á kjörstað. „Heilladísirnar réðu á þessum degi, þar sem allir voru annars að gera sitt besta við að halda leiðum opnum. Heimreiðir að sveitabæjum voru ruddar og fleira; allt svo fólk gæti komist á kjörstað,“ segir Einar
...