Friðlýsing Alþingisgarðsins nú þrjátíu árum síðar undirstrikar mikilvægi þess að garðar eru hluti af menningararfleifð okkar.
Skipulag garðsins Uppdrættir Tryggva Gunnarssonar eru listaverk.
Skipulag garðsins Uppdrættir Tryggva Gunnarssonar eru listaverk.

Stefán Örn Stefánsson

Fyrir stuttu staðfesti ráðherra friðlýsingu Alþingisgarðsins við Kirkjustræti, sunnan Alþingishússins, en þá voru liðin um 130 ár frá stofnun og gerð garðsins árið 1894. Garðurinn þótti nokkur nýlunda hér á landi þá en var þó hluti af mjög vaxandi áhuga um aldamótin 1900 til ræktunar, fegrunar og almennra umhverfisbóta víða um land. Frá þessum tíma eiga rætur sínar nokkrir af elstu og þekktustu skrúðgörðum okkar enda stundum nefndir aldamótagarðarnir. Meðal þeirra eru, auk Alþingisgarðsins, Skrúður á Núpi í Dýrafirði, Guðbjargargarður í Múlakoti í Fljótshlíð, Minjasafnsgarðurinn og Lystigarðurinn á Akureyri svo þeir þekktustu séu nefndir.

Það er athyglisvert að grunnur allra þessara garða er hönnun – hugmynd og skipulag og jafnvel teikning sem sýnir í stórum dráttum og stundum í smáatriðum hvernig garðarnir eru

...