Flugsýn Frá ósi og upp fyrir Selfoss er Ölfusá full af ís, sem eykst í frostinu sem nú er og verður næstu sólarhringa. Góðar gætur eru því hafðar á ánni. Slíkt er best gert með loftmyndum eins og þessari sem tekin var síðdegis í gær.
Flugsýn Frá ósi og upp fyrir Selfoss er Ölfusá full af ís, sem eykst í frostinu sem nú er og verður næstu sólarhringa. Góðar gætur eru því hafðar á ánni. Slíkt er best gert með loftmyndum eins og þessari sem tekin var síðdegis í gær. — Ljósmynd/Hafsteinn Róbertsson

Á Selfossi er nú grannt fylgst með framvindu og flóðahættu, þar sem miklar íshrannir eru í Ölfusá. Síðdegis í gær var áin bakkafull og því var, skyldi yfirborð árinnar hækka enn meira, gripið til þess ráðs að fergja og moka yfir hitaveiturör sem verið er að leggja nærri árbakkanum. Vegna þessa er viðbúnaðarnefnd sveitarfélagsins Árborgar haldið upplýstri.

Brunagaddur var á Selfossi í gær og hröngl í ánni að aukast. Slíkt getur síðan leitt til þess að farvegur árinnar stíflist og þá myndi áin flæða yfir bakka sína. Um slíkt eru nokkur dæmi frá síðari árum. Einnig þekkjast stórflóð, síðast árið 1968. Þá vatnaði upp undir Austurveg, sem er stofnbrautin í gegnum Selfoss. sbs@mbl.is