Ljósmyndarar Morgunblaðsins voru á þönum um höfuðborgarsvæðið eins og jafnan á kosninganótt. Tókst þeim að fanga andrúmsloftið og má hér sjá nokkur dæmi um það en einnig má finna fjölda mynda á mbl.is.
Meðfylgjandi myndir eru frá kosningavöku hjá flokkunum sex sem náðu mönnum á þing að þessu sinni. Voru það Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn, Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn.
Samfylkingin var með kosningavöku í Kolaportinu, Sjálfstæðisflokkurinn í gamla Sjálfstæðishúsinu á Thorvaldsensstræti, Viðreisn í Gyllta salnum á Hótel Borg, Flokkur fólksins í Björginni á neðri hæð Grafarvogskirkju, Miðflokkurinn í Valsheimilinu á Hlíðarenda og kosningavaka Framsóknar var í Oche í Kringlunni.