Liverpool er komið með níu stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er ellefu stigum á undan Manchester City eftir sannfærandi sigur, 2:0, í uppgjörinu gegn City á Anfield í gær. City tapaði sínum fjórða leik í röð í deildinni og lék…
Leiðtoginn Virgil van Dijk gnæfir yfir aðra leikmenn einu sinni sem oftar. Hann var óheppinn að skora ekki tvö mörk fyrir Liverpool í gær.
Leiðtoginn Virgil van Dijk gnæfir yfir aðra leikmenn einu sinni sem oftar. Hann var óheppinn að skora ekki tvö mörk fyrir Liverpool í gær. — AFP/Adrian Dennis

England

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Liverpool er komið með níu stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er ellefu stigum á undan Manchester City eftir sannfærandi sigur, 2:0, í uppgjörinu gegn City á Anfield í gær.

City tapaði sínum fjórða leik í röð í deildinni og lék sinn sjöunda leik í röð án sigurs, og krísan er sú versta sem Pep Guardiola, stjórinn sigursæli, hefur upplifað á ferlinum. Meistararnir eru eftir umferð helgarinnar dottnir niður í fimmta sæti deildarinnar.

Mohamed Salah gerði enn og aftur útslagið en hann lagði upp fyrra markið fyrir Cody Gakpo og skoraði síðan úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Luis Díaz. Mörkin gátu orðið fleiri og Virgil van Dijk átti m.a. skalla í stöng og annan rétt framhjá marki

...