Ættjarðarlög voru áberandi þegar félagar í Karlakórnum Fóstbræðrum og Gamlir Fóstbræður sungu á stuttum tónleikum sem voru í Hörpu í hádeginu í gær. Hefð er komin á að kórarnir syngi í forsölum tónleikahússins á þessum degi og tekur lagavalið þá mið …
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ættjarðarlög voru áberandi þegar félagar í Karlakórnum Fóstbræðrum og Gamlir Fóstbræður sungu á stuttum tónleikum sem voru í Hörpu í hádeginu í gær. Hefð er komin á að kórarnir syngi í forsölum tónleikahússins á þessum degi og tekur lagavalið þá mið af því að þetta er fullveldisdagurinn auk þess að vera dagur íslenskrar tónlistar sem svo er kallaður. Árni Harðarson stjórnaði söng kóranna, en því hlutverki hefur hann gegnt í rúmlega þrjátíu ár.
...