Gerð hringtorgs í stað tveggja T-gatnamóta sem Vegagerðin áformar í tengslum við yfirstandandi framkvæmdir við hringveginn um Hornafjörð er líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og þarf framkvæmdin því að fara í gegnum mat á umhverfisáhrifum samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar.

Vegur þar þyngst að framkvæmdin er talin hafa áhrif á vistgerðina gulstararfitjavist sem verði varanleg og óafturkræf. Boðaðar mótvægisaðgerðir dugi ekki til að draga úr neikvæðum áhrifum á vistgerðina.

Bæjarstjórn Hornafjarðar óskaði eftir því við Vegagerðina að endurskoða fyrri áætlanir hennar um að gera tvenn T-vegamót á nýja veginum á milli Hafnar og Nesja vegna þess að umferð muni fyrirsjáanlega aukast á þessum kafla. Var áætlunum því breytt og tvær útfærslur hringtorgs teknar til skoðunar til að bæta umferðaröryggi. Útbúa á

...