Ratsjá sem greinir leka og efni í fasteignum og hugbúnaður sem jafnar leikinn hjá börnum og unglingum eru meðal þeirra lausna sem taka þátt í viðskiptahraðli Klaks, Startup SuperNova 2024. Tíu sprotafyrirtæki hafa verið valin til að taka þátt í…
Hugvit Forsvarsmenn allra tíu sprotafyrirtækja sem taka þátt í Startup SuperNova 2024.
Hugvit Forsvarsmenn allra tíu sprotafyrirtækja sem taka þátt í Startup SuperNova 2024. — Ljósmynd/Auðunn Níelsson

Baksvið

Arinbjörn Rögnvaldsson

arir@mbl.is

Ratsjá sem greinir leka og efni í fasteignum og hugbúnaður sem jafnar leikinn hjá börnum og unglingum eru meðal þeirra lausna sem taka þátt í viðskiptahraðli Klaks, Startup SuperNova 2024. Tíu sprotafyrirtæki hafa verið valin til að taka þátt í hraðlinum, sem er samstarfsverkefni Nova, Klak-Startups og Huawei með stuðningi frá Grósku hugmyndahúsi.

Markmið hraðalsins er að hraða framgangi sprotafyrirtækisins og að það sé fjárfestingarhæft þegar hraðli lýkur.

Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir forstjóri Klaks segir að hraðallinn leitist við að byggja upp viðskiptalausnir sem hægt sé að skala á alþjóðamarkaði.

„Þetta er sá hraðall hjá okkur sem er

...