Bjørn Lomborg
Nýliðin loftslagsráðstefna var jafn hræsnisfull og gagnslaus og allar fyrri slíkar ráðstefnur, þar sem fæstir stjórnmálaleiðtogar heimsins nenntu einu sinni að mæta. Samt flugu um 50.000 manns alls staðar að úr heiminum á ráðstefnuna og sögðu okkur hinum um leið að hætta að fljúga. Leiðtogar frá fátækari löndum skipulögðu sýndargjörning þar sem þeir „gengu út“ og ríkar þjóðir enduðu á að lofa loftslagssjóði upp á 300 milljarða dollara á ári.
Þessi risavaxna greiðsla er ólíkleg til að verða að veruleika, rétt eins og fyrri stórkarlaleg loforð sem gefin hafa verið á þremur áratugum af loftslagsráðstefnum. Þó að lofað hafi verið minni losun á nánast öllum ráðstefnum hefur hún aukist nánast á hverju ári, og árið 2024 var sett nýtt met. Árið 2021 lofaði heimurinn að draga úr kolanotkun en síðan þá hefur hún bara
...