Rándýrstegund sem útrýmt hafði verið einhvers staðar snýr aftur löngu seinna og gerir vart við sig með því að bíta börn. Þá er ögn hæpið að segja hana hafa lengi verið fjarri góðu gamni
Rándýrstegund sem útrýmt hafði verið einhvers staðar snýr aftur löngu seinna og gerir vart við sig með því að bíta börn. Þá er ögn hæpið að segja hana hafa lengi verið fjarri góðu gamni. Orðtakið þýðir að vera ekki viðstaddur þegar e-ð sérstakt (gott, skemmtilegt) gerist. Fullmikið tillit tekið til sjónarmiðs dýranna.