Ljóst er að endurnýjun verður með mesta móti á næsta kjörtímabili. Alls náðu 34 nýir þingmenn kjöri í nýafstöðnum alþingiskosningunum, en þar af eru nokkrir sem áður hafa tekið sæti, annaðhvort fyrir aðra flokka eða sem varaþingmenn
XS Guðmundur Ari Sigurjónsson
XS Guðmundur Ari Sigurjónsson

Sonja Sif Þórólfsdóttir

sonja@mbl.is

Ljóst er að endurnýjun verður með mesta móti á næsta kjörtímabili. Alls náðu 34 nýir þingmenn kjöri í nýafstöðnum alþingiskosningunum, en þar af eru nokkrir sem áður hafa tekið sæti, annaðhvort fyrir aðra flokka eða sem varaþingmenn.

Flestir af þeim sem koma glænýir inn eru landsmönnum þó kunnugir í gegnum fyrri störf sín. Þar má nefna Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra sem einnig bauð sig fram til embættis forseta Íslands fyrr á þessu ári.

Jón Gnarr gerði slíkt hið sama, en hann var borgarstjóri í Reykjavík 2010-2014, auk þess sem hann á sér áratugalangan feril að baki sem skemmtikraftur. Dagur B. Eggertsson náði kjöri í kosningunum en hann á það sameiginlegt með Jóni Gnarr að hafa verið borgarstjóri Reykjavíkur. Alma Möller, sem

...