Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Ljóst er að endurnýjun verður með mesta móti á næsta kjörtímabili. Alls náðu 34 nýir þingmenn kjöri í nýafstöðnum alþingiskosningunum, en þar af eru nokkrir sem áður hafa tekið sæti, annaðhvort fyrir aðra flokka eða sem varaþingmenn.
Flestir af þeim sem koma glænýir inn eru landsmönnum þó kunnugir í gegnum fyrri störf sín. Þar má nefna Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra sem einnig bauð sig fram til embættis forseta Íslands fyrr á þessu ári.
Jón Gnarr gerði slíkt hið sama, en hann var borgarstjóri í Reykjavík 2010-2014, auk þess sem hann á sér áratugalangan feril að baki sem skemmtikraftur. Dagur B. Eggertsson náði kjöri í kosningunum en hann á það sameiginlegt með Jóni Gnarr að hafa verið borgarstjóri Reykjavíkur. Alma Möller, sem
...