Martin Struzinski, 46 ára gamall Dani, hefur verið ráðinn þjálfari karlalandsliðsins í íshokkí og stýrir því í 2. deild B á heimsmeistaramótinu á Nýja-Sjálandi í vor. Hann hefur að undanförnu þjálfað U20 ára landslið Danmerkur og verið aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins.
Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, átti stórleik með San Pablo Burgos í gær en lið hans vann Hestia Menorca, 91:81, og komst á topp spænsku B-deildarinnar. Jón Axel skoraði 20 stig á 24 mínútum og tók auk þess þrjú fráköst og átti eina stoðsendingu.
Þýska meistarafélagið Magdeburg staðfesti endanlega á laugardaginn að Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik, kæmi til félagsins frá Melsungen næsta sumar. Þetta hefur staðið til lengi og er nú loksins staðfest en hann mun semja við félagið til
...