Hjördís Björnsdóttir fæddist 17. júní 1928 á Syðra-Laugalandi, Öngulsstaðahreppi í Eyjafjarðarsveit. Hún lést 30. október 2024.
Hún var dóttir hjónanna Emmu Elíasdóttur, f. 1906, d. 1994, og Björns Jóhannssonar, f. 1893, d. 1980. Hún var næstelst tíu systkina og ólst upp á Syðra-Laugalandi. Eftir hefðbundið nám í barnaskóla hóf hún nám við Húsmæðraskólann á Laugalandi.
Árið 1947 giftist hún Magnúsi Aðalsteinssyni, bónda á Grund í Eyjafirði, f. 6. júlí 1918, d. 1997. Börn þeirra urðu sjö og eru fimm á lífi: 1) Stúlka, f. 5. júlí 1947, d. 9. júlí 1947. 2) Kristín, f. 1948, eiginmaður er Hafsteinn Hafsteinsson, f. 1950, synir Kristínar eru Magnús Rögnvaldsson, f. 1969, hann á sex börn, Hjörvar Rögnvaldsson, f. 1975, d. 2022, Gunnar Hans Hafsteinsson, f. 1984, hann á þrjú börn. 3) Emma, f. 1951, eiginmaður Brynleifur Hallsson, f. 1948, d.
...