Ljóð Kallfæri ★★★★· Eftir Guðrúnu Hannesdóttur. Dimma, 2024. Kilja, 63 bls.
Sú tíunda „Hljóð og heyrn setja á margvíslegan hátt svip á ljóðin í þessari nýju ljóðabók Guðrúnar,“ segir í rýni.
Sú tíunda „Hljóð og heyrn setja á margvíslegan hátt svip á ljóðin í þessari nýju ljóðabók Guðrúnar,“ segir í rýni. — Morgunblaðið/Styrmir Kári

Bækur

Einar Falur

Ingólfsson

Hljóð og heyrn setja á margvíslegan hátt svip á ljóðin í þessari nýju ljóðabók Guðrúnar Hannesdóttur, hennar tíundu, og við hæfi að nefna hana Kallfæri. En uppruni hljóðanna og orsakir eru með ýmsum hætti í ljóðheimi Guðrúnar, í ljóðum sem eru iðulega hófstillt við fyrstu sýn, vel mótuð og gjarnan með vísunum í náttúru eða þjóðmenningu. En það er líka oft bit í umfjöllunarefninu, gagnrýni á ástand og horfur, menningarlega og í umgengni manna við umhverfið, og líka fínlegur og ísmeygilegur húmor á stundum.

Guðrún (f. 1944) nam listasögu og bókasafnsfræði og starfaði lengi sem bókasafnsfræðingur. Fyrstu bækurnar skrifaði hún fyrir börn og myndskreytti sjálf listavel; þær nutu vinsælda dætra rýnis þegar þær voru

...