Halla Tómasdóttir forseti Íslands hyggst tilkynna í dag hverjum hún mun veita umboð til stjórnarmyndunar.
Forsetinn fundaði í gær með formönnum þeirra flokka sem náðu kjöri á Alþingi.
Fastlega er búist við að Halla veiti Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingarinnar umboðið. Kristrún vildi ekki gefa upp hvaða formenn hún hefði rætt við.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar upplýsti þó að þær Kristrún hefðu rætt saman og mælti hún með því við Höllu að formaður Samfylkingarinnar fengi stjórnarmyndurnarumboð.
„Samband okkar Kristrúnar er mjög gott, já. Við ætlum að reyna vonandi að mynda sterka og samhenta ríkisstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín, að loknum fundi á Bessastöðum. Hún tók þó fram að ýmislegt ætti eftir að koma betur í ljós og nefndi að þær hefðu ekki rætt um nein stefnumál. „Ég sé þarna ákveðið mynstur af ríkisstjórnum sem hægt er að mynda.“
Á kosningauppgjöri Spursmála sem haldið var daginn
...