Öflug Glódís Perla Viggósdóttir kemur til greina í lið ársins.
Öflug Glódís Perla Viggósdóttir kemur til greina í lið ársins. — Ljósmynd/Alex Nicodim

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og Bayern München, er í hópi leikmanna sem hægt er að velja um í kosningu FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, á liði ársins 2024. Alls koma 22 varnarmenn til greina í kjörinu þar sem almenningur kýs. Glódís varð efst miðvarða í kjöri France Football á knattspyrnukonu ársins, Ballon d'Or, og líka í samskonar kjöri Globe Soccer þar sem niðurstaðan verður birt í lok desember.