— Morgunblaðið/Eggert

Vetur konungur bankaði upp á á höfuðborgarsvæðinu í gær, mörgum íbúum að óvörum. Tóku gular veðurviðvaranir gildi síðdegis í gær víða um land.

Lögreglan segir að nokkuð hafi verið um vanbúna bíla í umferðinni og var talsvert af tilkynningum um umferðar­óhöpp vegna færðar.

Kristján Kristjánsson, framkvæmdastjóri hjá Árekstur.is, hafði í nógu að snúast og sagði að allir tiltækir bílar hefðu sinnt útköllum.