Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
Margir eiga sér þann draum að mennta sig á fullorðinsárum en átta sig ekki á þeim tækifærum sem eru í boði. Á Íslandi er til heilt menntakerfi, framhaldsfræðsla, sem ekki ber mikið á en er samt afar dýrmæt fyrir þá sem hafa t.d. ekki lokið grunn- eða framhaldsskóla. Þær stofnanir sem sjá um framhaldsfræðsluna eru kallaðar símenntunarmiðstöðvar eða fræðslumiðstöðvar og starfa um allt land. Stöðvarnar veita margvíslega þjónustu, eins og ráðgjöf, raunfærnimat og formlegt nám. Í árslok 2002 var Fræðslumiðstöð atvinnulífsins stofnuð og hefur tilvera hennar skotið föstum rótum undir starf símenntunarmiðstöðva, með því m.a. að semja og fjármagna námskrár sem eru formlega vottaðar og veita fólki námseiningar og einnig starfsréttindi á nokkrum sviðum.
Fræðslunetið símenntun á Suðurlandi var stofnað árið 1999. Það hefur undanfarin
...