Jóhannes B. Thorberg, Bússi, fæddist 10. júlí 1966. Hann lést 1. nóvember 2024.

Útför hans fór fram 26. nóvember 2024.

Það er óbærilegt til þess að hugsa að þú sért farinn kæri vinur. Þú hefur verið hluti af mínu lífi síðan Eiríka okkar kom með þig til mín í Seljalandið og kynnti þig til leiks. Það var ekki í fyrsta skiptið sem ég heyrði af þér því hún byrjaði að tala um þig tveimur árum fyrr þó að þú byggir í New York og við vinkonurnar í Keflavík. Hún sá þig nefnilega fyrst í „Íslendingar erlendis“ með mömmu þinni og fósturpabba og mætti til mín daginn eftir og tilkynnti mér að hún væri búin að finna manninn sinn. Og það var hún svo sannarlega. Þegar þú svo komst til Keflavíkur alveg grunlaus til að vinna við farþegaþjónustu Flugleiða á Keflavíkurflugvelli var framtíð þín ráðin. Vinkonurnar lögðust á eitt til að Eiríka fengi

...