Signe Bruun skoraði bæði mörk Danmerkur í sigri á Íslandi, 2:0, í vináttulandsleik þjóðanna í knattspyrnu kvenna á Pinatar-vellinum í Murcia á Spáni í gærkvöldi. Þetta var seinni vináttulandsleikur Íslands en síðastliðinn föstudag gerði liðið markalaust jafntefli við sterkt lið Kanada
Murcia Íslensku landsliðskonurnar svekktar eftir tap fyrir Danmörku í seinni leik liðsins á Spáni en þeim tókst ekki að skora í verkefninu.
Murcia Íslensku landsliðskonurnar svekktar eftir tap fyrir Danmörku í seinni leik liðsins á Spáni en þeim tókst ekki að skora í verkefninu. — Ljósmynd/Alex Nicodim

Landsleikur

Jökull Þorkelsson

jokull@mbl.is

Signe Bruun skoraði bæði mörk Danmerkur í sigri á Íslandi, 2:0, í vináttulandsleik þjóðanna í knattspyrnu kvenna á Pinatar-vellinum í Murcia á Spáni í gærkvöldi. Þetta var seinni vináttulandsleikur Íslands en síðastliðinn föstudag gerði liðið markalaust jafntefli við sterkt lið Kanada. Íslandi tókst því ekki að skora í þessum landsleikjaglugga.

Þorsteinn Halldórsson þjálfari gerði sex breytingar á íslenska liðinu frá jafnteflinu gegn Kanada. Meðal annars kom Fanney Inga Birkisdóttir inn í markið fyrir Cecilíu Rán Rúnarsdóttir og þá var Katla Tryggvadóttir í byrjunarliðinu í fyrsta sinn.

Ísland hóf leikinn af krafti og var mikill sóknarþungi í liðinu fyrstu mínúturnar. Þrátt fyrir það

...