Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um kjötafurðastöðvarnar beint til Hæstaréttar. Eftirlitinu er heimilt að óska eftir áfrýjun beint til Hæstaréttar ef niðurstaða máls er talin hafa fordæmisgildi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SKE.

Héraðsdómur kvað upp dóm sinn 18. nóvember að undanþágur frá samkeppnislögum, sem heimila kjötafurðastöðvum að sameinast og hafa tiltekið samráð sín á milli, stríddi gegn stjórnskipunarlögum. Héraðsdómur felldi úr gildi ákvörðun SKE þar sem eftirlitið synjaði kröfu innflutningsfyrirtækisins Innness um íhlutun vegna breytinganna.

Matvælaráðherra lagði fram frumvarp um breytingar á búvörulögum fyrr á árinu og gerði atvinnuveganefnd umtalsverðar breytingar á frumvarpinu sem vörðuðu meðal annars umrædda undanþágu frá samkeppnislögum.

...